Mótvægisaðgerðirnar brandari 19. september 2007 12:00 Mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar eru brandari, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen. Hann segir ekki samræmi í aðgerðunum og óeðlilegt að taka Vestfirði fram yfir aðrar sjávarbyggðir. Árni Johnsen skrifar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann skefur ekki utan af skoðunum sínum á mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar þorskkvóta. Hann segir aðgerðirnar ekki boðlegar og nánast dónaskap og lítilsvirðingu við stærstan hluta landsbyggðarinnar. Hann vill stokka upp á nýtt og láta gera úttekt á vandanum í samráði við sveitarfélög, útvegsmenn og verkafólk - því að, segir Árni, menn verða að gera sér grein fyrir því að málið er það alvarlegasta sem komið hefur upp á Íslandi í manna minnum. Árni bendir sérstaklega á Grindavík og kveðst langþreyttur á Vestfjarðaþulunni - fleiri þjáist en Vestfirðingar. Því sé óboðlegt að setja 600 milljónir í uppbyggingu þar en jafnvirði tyggigúmmípakka til Grindavíkur í ljósi þess að 6000 tonna niðurskurður á þorskkvóta Grindvíkinga slagi upp í allan þorsk sem Vestfirðingar veiði á ári. Og svo er það hans heimabyggð, Vestmannaeyjar, þar sem heimamenn buðu stjórnvöldum viðræður - en, segir Árni, svarið var tölvupóstur upp á nokkrar millur, brandari miðað við eðli málsins. Aðgerðirnar ganga í rétta átt, segir Árni, en þarf að vinna þær betur. Fréttir Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar eru brandari, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen. Hann segir ekki samræmi í aðgerðunum og óeðlilegt að taka Vestfirði fram yfir aðrar sjávarbyggðir. Árni Johnsen skrifar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann skefur ekki utan af skoðunum sínum á mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar þorskkvóta. Hann segir aðgerðirnar ekki boðlegar og nánast dónaskap og lítilsvirðingu við stærstan hluta landsbyggðarinnar. Hann vill stokka upp á nýtt og láta gera úttekt á vandanum í samráði við sveitarfélög, útvegsmenn og verkafólk - því að, segir Árni, menn verða að gera sér grein fyrir því að málið er það alvarlegasta sem komið hefur upp á Íslandi í manna minnum. Árni bendir sérstaklega á Grindavík og kveðst langþreyttur á Vestfjarðaþulunni - fleiri þjáist en Vestfirðingar. Því sé óboðlegt að setja 600 milljónir í uppbyggingu þar en jafnvirði tyggigúmmípakka til Grindavíkur í ljósi þess að 6000 tonna niðurskurður á þorskkvóta Grindvíkinga slagi upp í allan þorsk sem Vestfirðingar veiði á ári. Og svo er það hans heimabyggð, Vestmannaeyjar, þar sem heimamenn buðu stjórnvöldum viðræður - en, segir Árni, svarið var tölvupóstur upp á nokkrar millur, brandari miðað við eðli málsins. Aðgerðirnar ganga í rétta átt, segir Árni, en þarf að vinna þær betur.
Fréttir Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira