Afkoma Goldman Sachs umfram spár 20. september 2007 14:09 Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, sem skilaði þriðja mesta hagnaði í sögu bankans á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir hræringar á fjármálamörkuðum. Mynd/AFP Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður bankans 1,59 milljörðum dala. Hagnaður á hlut nemur samkvæmt þessu 6,13 dölum á hlut samanborið við 3,26 dali á hlut í fyrra. Bloomberg hafði hins vegar spáð því að hagnaðurinn myndi nema 4,35 dölum á hlut og afkoman því talsvert yfir væntingum markaðsaðila. Þetta er jafnframt sjöundi fjórðungurinn í röð sem afkoman er yfir væntingum. Fjármálaskýrendur eru einu máli um að staða Goldmans Sachs sé afar sterk. Fyrirtækið hafi fingur í hverju máli og geti stjórnendur bankans því áttað sig á stöðu mála með stuttum fyrirvara. Þannig hafi bankinn verið fljótur að átta sig á því að samdráttur væri yfirvofandi á fasteignalánamarkaði og færði fé sitt til með þessum árangri. Í ofanálag tvöfölduðust tekjur bankans af veltu með hlutabréf og hafa þær aldrei verið hærri, að sögn Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður bankans 1,59 milljörðum dala. Hagnaður á hlut nemur samkvæmt þessu 6,13 dölum á hlut samanborið við 3,26 dali á hlut í fyrra. Bloomberg hafði hins vegar spáð því að hagnaðurinn myndi nema 4,35 dölum á hlut og afkoman því talsvert yfir væntingum markaðsaðila. Þetta er jafnframt sjöundi fjórðungurinn í röð sem afkoman er yfir væntingum. Fjármálaskýrendur eru einu máli um að staða Goldmans Sachs sé afar sterk. Fyrirtækið hafi fingur í hverju máli og geti stjórnendur bankans því áttað sig á stöðu mála með stuttum fyrirvara. Þannig hafi bankinn verið fljótur að átta sig á því að samdráttur væri yfirvofandi á fasteignalánamarkaði og færði fé sitt til með þessum árangri. Í ofanálag tvöfölduðust tekjur bankans af veltu með hlutabréf og hafa þær aldrei verið hærri, að sögn Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira