Skútan hafði ekki viðdvöl í Danmörku Þórir Guðmundsson skrifar 21. september 2007 20:49 Færeyska lögreglan segir að smyglskútan hafa beðið í nokkra daga í Færeyjum áður en hún hélt af stað til Íslands. Skútan kom frá Noregi en hafði ekki viðdvöl í Danmörku, eins og haldið hefur verið fram. Í Stafangri er nú einn Íslendingur í haldi lögreglu. Lögregla hefur ekki óskað eftir að hann verði settur í gæsluvarðhald en hefur fram á sunnudagsmorgun til að gera það. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er allt eins líklegt að maðurinn verði sendur til Íslands í yfirheyrslu hér. Skútan kom frá Noregi, hugsanlega Stafangri, og fór þaðan til Færeyja. Yfirmaður hjá færeysku lögreglunni segir hugsanlegt að skútan hafi komið við á Hjaltlandseyjum en hún fór ekki til Danmerkur, eins og haldið hefur verið fram. Skútan var í nokkra daga í nágrenni Þórshafnar, en þar var slæmt í sjóinn. Fyrir síðustu helgi var vindhraði rúmlega fimmtán metrar á sekúndu við Þórshöfn. En þegar rofaði til eftir helgina lögðu Íslendingarnir tveir út á haf. Skútan var tvo daga á leiðinni til Íslands, og þegar hún fór að nálgast austurströndina á miðvikudagskvöld hefur hún væntanlega siglt framhjá Norrænu, sem þá lagði af stað frá Seyðisfirði til Noregs. Skömmu síðar, um miðnætti á miðvikudag, tóku menn eftir því á Austurlandi að þyrla landhelgisgæslunnar var á leið til lendingar á Egilsstöðum. Á fimmtudagsmorgun, sama tíma og lögregla lét til skarar skríða á Fáskrúðsfirði, handtók svo færeyska lögreglan tvo menn, Færeying og Íslending. Íslendingurinn var nú fyrir stundu dæmdur í gæsluvarðhald í fjórar vikur. Hinn bíður ákvörðunar dómara en lögregla bað um jafn langt gæsluvarðhald fyrir hann. Pólstjörnumálið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Færeyska lögreglan segir að smyglskútan hafa beðið í nokkra daga í Færeyjum áður en hún hélt af stað til Íslands. Skútan kom frá Noregi en hafði ekki viðdvöl í Danmörku, eins og haldið hefur verið fram. Í Stafangri er nú einn Íslendingur í haldi lögreglu. Lögregla hefur ekki óskað eftir að hann verði settur í gæsluvarðhald en hefur fram á sunnudagsmorgun til að gera það. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er allt eins líklegt að maðurinn verði sendur til Íslands í yfirheyrslu hér. Skútan kom frá Noregi, hugsanlega Stafangri, og fór þaðan til Færeyja. Yfirmaður hjá færeysku lögreglunni segir hugsanlegt að skútan hafi komið við á Hjaltlandseyjum en hún fór ekki til Danmerkur, eins og haldið hefur verið fram. Skútan var í nokkra daga í nágrenni Þórshafnar, en þar var slæmt í sjóinn. Fyrir síðustu helgi var vindhraði rúmlega fimmtán metrar á sekúndu við Þórshöfn. En þegar rofaði til eftir helgina lögðu Íslendingarnir tveir út á haf. Skútan var tvo daga á leiðinni til Íslands, og þegar hún fór að nálgast austurströndina á miðvikudagskvöld hefur hún væntanlega siglt framhjá Norrænu, sem þá lagði af stað frá Seyðisfirði til Noregs. Skömmu síðar, um miðnætti á miðvikudag, tóku menn eftir því á Austurlandi að þyrla landhelgisgæslunnar var á leið til lendingar á Egilsstöðum. Á fimmtudagsmorgun, sama tíma og lögregla lét til skarar skríða á Fáskrúðsfirði, handtók svo færeyska lögreglan tvo menn, Færeying og Íslending. Íslendingurinn var nú fyrir stundu dæmdur í gæsluvarðhald í fjórar vikur. Hinn bíður ákvörðunar dómara en lögregla bað um jafn langt gæsluvarðhald fyrir hann.
Pólstjörnumálið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira