Hópur sérsveitarmanna og óeinkennisklæddra lögreglumanna réðust í kvöld inn í hús í grennd við Laugardal. Ekki er vitað hvort aðgerðin tengist Stóra smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði en lögreglan verst allra frétta af málinu.
Einn til tveir menn voru handteknir í aðgerðinni.
Samkvæmt heimildum Vísis var lögreglan búin að fylgjast með húsinu í allan dag og lét svo til skarar skríða um kvöldmatarleitið.
Húsleit gerð í grennd við Laugardal
Andri Ólafsson skrifar
