Innlent

Nýtt fæðingarheimili

Nýtt fæðingarheimili verður opnað á næsta ári, hið fyrsta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lagt niður um miðjan síðasta áratug. Það eru einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, InPro og Alhjúkrun, sem standa að heimilinu.

Fæðingarheimilið verður til húsa annaðhvort í gömlu heilsuverndarstöðinni, sem InPro leigir, eða í nýbyggingu sem fyrirtækið ætlar að reisa við hlið gamla hússins, á næsta ári. Þar er byggingarréttur fyrir allt að 1480 fermetra nýbyggingu á fjórum hæðum.

Á þessu nýja fæðingarheimili geta konur komið í meðgöngueftirlit, fætt og legið á sæng - ásamt föðurnum - strax eftir áramót. Ekki allar konur geta þó sótt um.

Fæðingin og sængurlegan verður í sama herbergi og verður bað á hverju þeirra - þar sem hægt verður að fæða í vatni. Gert er ráð fyrir að sængurlegan vari í einn, kannski tvo sólarhringa.

Ekki er búið að semja við ríkið um rekstrarframlag, en María segir fæðingu á fæðingarheimili mun ódýrari en á hátæknisjúkrahúsi.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×