Innlent

REI fjárfestir fyrir 9 milljarða í Afríku

Myndin er tekin af vefsíðu forsetaembættisins
Myndin er tekin af vefsíðu forsetaembættisins

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Energy Invest (REI) kynnti í dag, ásamt foseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og Bill Clinton fyrrum Bandarikjaforseta ákvörðun REI að fjárfesta 150 milljónum dollara til jarðvarmaverkefna í Afriku a næstu 5 árum.

Yfirlýsingin var gerð a lokaathöfn á árlegum fundi, Clinton Global Initiative sem Bill Clinton stendur fyrir í New YorkReykjavík Energy Invest (REI) skuldbindur sig samkvæmt samkomulaginu til að fjárfesta að lágmarki 150 milljónir bandaríkjadala eða níu milljarða króna á næstu fimm árum í jarðvarmavirkjunum í Austur Afríku.

Forseti Íslands er hvatamaður að samkomulaginu sem undirritað var á árlegri þingi sem Clinton heldur til að leiða saman fulltrúa úr stefnumótun, athafnalífi og frjálsum félagasamtökum.

Reykjavík Energy Invest hyggur á framkvæmdir í Djibouti í Austur Afríku með það að markmiði að reisa þar jarðvarmavirkjanir. Í samkomulaginu skuldbindur REI sig til að leggja á næsta ári fimm milljónir bandaríkjadala til verkefnisins eða ríflega 300 milljónir króna.

Reykjaví Energy Invest er leiðandi fyrirtæki í nýtingu jarðvarma og byggir fjárfestingar og verkefni sín á áratuga reynslu Orkuveitu Reykjavíkur af nýtingu jarðhita.

REI hyggst byggja orkuver í Djibouti og fjárfesta í rannsóknum á mögulegri nýtingu jarðvarma á svæðinu. Reynist niðurstöður hagfelldar liggja í verkefnum tækifæri til að Djibouti nái þeim áfanga meginhluti orkunotkunar spretti af endurnýjanlegri og umhverfisvinsamlegri orkuframleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×