Fótbolti

Gautaborg á toppnum á markatölu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Gautaborgar.
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Gautaborgar. Mynd/Heimasíða Gautaborgar.

Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en spennan í deildinni er gríðarleg. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson spiluðu allan leikinn fyrir Gautaborg sem vann 3-0 sigur á Hammarby og komst á toppinn.

Heiðar Geir Júlíusson var meðal varamanna Hammarby í leiknum en kom ekkert við sögu. Í hinum leik kvöldsins vann Kalmar 2-0 sigur á Malmö.

Gautaborg og Djurgarden eru á toppi sænsku deildarinnar með 40 stig en Gautaborg er í efsta sætinu á markatölu. Kalmar er í þriðja sæti með 39 stig og AIK kemur þar á eftir með 37. Öll liðin hafa leikið 23 leiki.

Þrjár umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×