Innlent

Litlir möguleikar á sæti í öryggisráði SÞ

Guðjón Helgason skrifar

Íslendingar eiga litla möguleika á sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kofis Annans, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann telur Tyrki og Austurríkismenn verða fyrir valinu.

Bretinn Edward Mortimer var upplýsingafulltrúi á skrifstofu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til loka síðasta árs en þar hóf hann störf 1998. Hann var náinn samstarfsamður Kofis Annans, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Hann segir Íslendinga eiga litla möguleika á sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kosningum á allherjarþinginu að ári.

Hann telji að eins og mál standi nú teldi hann Íslendinga ekki í sérlega góðri stöðu því hin tvö ríki sem sækist eftir sætunum, Austurríki og Tyrkland, séu sterkir frambjóðendur. Tyrki fái atkvæði múslimaríkja og Austurríkismenn njóti viðringa sem hlutlaus þjóð sem sé ekki lituð af ýmsum málum sem hafi valdið vanda í Miðausturlöndum eða Afríku.

Rætt hefur verið um að Íslendingar hafi aflað stuðnings um hundrað og þrjátíu ríkja skriflega eða munnlega - nú síðast frá forseta Kína þegar forseti Íslands heimsótti hann í Sjanghæ í vikunni. Mortimer telur að skoða veðri nákvæmlega hvernig sú sá stuðningur hafi verið settur fram og það orðað. Mestu skipti í samskiptum ríkja að vera góður og indæll og því hætti til að það sé sagt sem viðmælandinn vilji heyra. Raunin sé oft sú að í atkvæðagreiðslum sem þessu innan Sameinuðu þjóðanna þá sé greint frá stuðningi sem byggi í raun aðeins á samtölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×