Íhugar einkarekin fangelsi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 4. október 2007 18:45 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi. Björn flutti ávarp á Kvíabryggju í gær í tilefni af því að fangelsið þar hefur verið endurgert og stækkað. Í ávarpinu rifjaði hann upp að nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu hefði verið á döfinni í fjóra áratugi og verði ekki lengur við það unað að menn láti sér nægja að býsnast yfir gamla hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Svo sagði Björn að eðlilegt væri: að skoðað yrði til hlítar, hvort ríkið ætti sjálft að standa að byggingu og rekstri hins nýja fangelsis. Hann sagði jafnframt: ekki óeðlilegt, að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa. Þegar fréttastofa hafði samband við ráðuneytið í dag og óskaði eftir viðtali við ráðherra um þessar hugmyndir vísaði hann - eins og oft áður - á heimasíðu sína. Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsa á höfuðborgarsvæðinu skrifaði fyrir tveimur árum ítarlega grein um einkarekstur fangelsa út frá reynslu Englendinga af slíkum rekstri. Ríkisendurskoðunin enska taldi fyrir nokkrum árum að einkareksturinn hefði bætt ímynd og ástand í breskum fangelsismálum. Hins vegar var talinn misbrestur á öryggi einkareknu fangelsanna, starfsmannavelta væri meiri og hagræðing hefði falist í að fækka starfsfólki. Guðmundur kemst í grein sinni að þeirri niðurstöðu að einkarekstur fangelsa, eins og hann er í Bretlandi, samræmist illa íslensku starfsumhverfi. Fréttir Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi. Björn flutti ávarp á Kvíabryggju í gær í tilefni af því að fangelsið þar hefur verið endurgert og stækkað. Í ávarpinu rifjaði hann upp að nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu hefði verið á döfinni í fjóra áratugi og verði ekki lengur við það unað að menn láti sér nægja að býsnast yfir gamla hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Svo sagði Björn að eðlilegt væri: að skoðað yrði til hlítar, hvort ríkið ætti sjálft að standa að byggingu og rekstri hins nýja fangelsis. Hann sagði jafnframt: ekki óeðlilegt, að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa. Þegar fréttastofa hafði samband við ráðuneytið í dag og óskaði eftir viðtali við ráðherra um þessar hugmyndir vísaði hann - eins og oft áður - á heimasíðu sína. Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsa á höfuðborgarsvæðinu skrifaði fyrir tveimur árum ítarlega grein um einkarekstur fangelsa út frá reynslu Englendinga af slíkum rekstri. Ríkisendurskoðunin enska taldi fyrir nokkrum árum að einkareksturinn hefði bætt ímynd og ástand í breskum fangelsismálum. Hins vegar var talinn misbrestur á öryggi einkareknu fangelsanna, starfsmannavelta væri meiri og hagræðing hefði falist í að fækka starfsfólki. Guðmundur kemst í grein sinni að þeirri niðurstöðu að einkarekstur fangelsa, eins og hann er í Bretlandi, samræmist illa íslensku starfsumhverfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira