Sport

Marion Jones viðurkennir steranotkun

Marion Jones er af flestum talin vera ein fræknasta hlaupadrottning frjálsra íþrótta.
Marion Jones er af flestum talin vera ein fræknasta hlaupadrottning frjálsra íþrótta. Nordic Photos/Getty
Bandaríska hlaupadrottningin Marion Jones hefur viðurkennt að hafa notað steralyfið THG sem hún fékk frá hinni umdeildu BALCO-rannsóknarstofu. Þetta kemur fram í dagblaðinu Washington Post sem hefur bréf hennar til ættingja og vina undir höndum.

Jones hefur hingað til harðneitað að hafa nokkurn tíma notað ólögleg lyf en samkvæmt bréfinu byrjaði steranotkunin árið 1999 og stóð til ársins 2001. Jones hefur aldrei fallið á lyfjaprófi þrátt fyrir að hafa oft verið sökuð um svindl. Hún mun, samkvæmt Washington Post, koma fram opinberlega í dag föstudag og viðurkenna að hafa sagt ósatt um lyfjamisnotkun sína.

Jones vann til fimm verðlauna, þriggja gull- og tveggja bronsverðlauna, á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og á nú á hættu að missa þau.

Jones segist hafa fengið sterana hjá fyrrverandi þjálfara sínum Trvor Graham og aðeins haldið að um fæðubótaefni væri að ræða. "Það hefði samt átt að hringja viðvörunarbjöllum hjá mér þegar hann sagði mér að segja engum frá fæðubótaefnunum," skrifar Jones í bréfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×