Fótbolti

Ég missti mig aðeins

Dida sýndi fádæma leikhæfileika eftir að McHendry danglaði í hann og lét bera sig af velli eins og hann hefði verið skotinn
Dida sýndi fádæma leikhæfileika eftir að McHendry danglaði í hann og lét bera sig af velli eins og hann hefði verið skotinn AFP

Robert McHendry segir að hann hafi "misst sig aðeins" þegar hann ákvað að hlaupa inn á völlinn í viðureign Celtic og Milan í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Hann sló til Dida markvarðar í leiðinni og gæti þetta uppátæki átt eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Þessi 27 ára fjölskyldufaðir segist hafa fengið sér aðeins neðan í því á leiknum og segist hafa misst sig í gleðinni þegar Celtic komst yfir undir lok leiksins.

"Ég missti mig aðeins," sagði McHendry fyrir rétti. "Ég hljóp niður stigann og vissi eiginlega ekki hvað ég var að gera - og svo hljóp ég bara áfram," sagði hann.

McHendry hefur þegar verið dæmdur í lífstíðarbann frá leikjum Celtic og fær að vita örlög sín fyrir dómi í Glasgow þann 2. nóvember. Knattspyrnusamband Evrópu tekur málið fyrir 11. október.

Þetta mál er vissulega litið alvarlegum augum í knattspyrnuheiminum, en allir eru sammála um að markvörðurinn Dida hjá Milan hafi farið offorsi í leikaraskapnum eftir að áhorfandinn danglaði í hann höndinni.

Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu og hvað skoskir sjónvarpsmenn höfðu um málið að segja. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×