FH er bikarmeistari karla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2007 13:30 Daði Lárusson, fyrirliði FH, lyftir hér bikarnum á loft við mikinn fögnuð FH-inga. Mynd/E. Stefán FH-Fjölnir 2-11-0 Matthías Guðmundsson (17.) 1-1 Gunnar Már Guðmundsson, víti (86.) 2-1 Matthías Guðmundsson (105.) Tölfræði leiksins: Skot (á mark): 13-10 (4-1) Varin skot: Daði 0 - Þórður 2 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Horn: 4-6 Rangstöður: 8-2 Gult spjald: Fjölnir: Ásgeir Aron (55.) Skiptingar: FH: Sigurvin Ólafsson inn - Bjarki Gunnlaugsson út (69.) Fjölnir: Sigmundur Pétur Ástþórsson inn - Tómas Leifsson út (83.) FH: Arnar Gunnlaugsson inn - Matthías Vilhjálmsson inn (87.) Fjölnir: Davíð Þór Rúnarsson - Ólafur Páll Johnson inn (90.) Fjölnir: Ómar Hákonarson út - Halldór Freyr Ásgrímsson inn (97.) FH: Matthías Guðmundsson út - Atli Guðnason inn (112.) 16.30 FH bikarmeistari FH-ingar eru bikarmeistarar karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Fjölni í framlengdum leik. Matthías Guðmundsson var hetja FH-inga en hann skoraði bæði mörk liðsins í dag. 16.20 Það er hratt sótt á báða bóga og er alls ekki ólíklegt að fleiri mörk líti dagsins ljós. 16.14 Síðari hálfleikur Síðari hálfleikur framlengingarinnar er hafinn. 16.12 FH-Fjölnir 2-1 Matthías Guðmundsson kemur FH-ingum yfir með sínu öðru marki í leiknum. Hann skorar með skalla af afar stuttu færi eftir glæsilega fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar 16.09 Pétur Geork Markan í ótrúlegu færi. Hann leikur á Tommy Nielsen og kemst einn gegn markverðinum en er allt of lengi að athafna sig og FH-ingar bjarga í horn. 16.05 Matthías Guðmundsson er í frábæru færi eftir sendingu frá nafna sínum Vilhjálmssyni. En skotið var tekið með vinstri og fór hátt yfir markið. 16.04 FH-ingar hefja framlenginguna betur og hafa átt tvær ágætar sóknir. 15.59 Atli Viðar Björnsson í viðtali „Ég skemmti þrælvel á þessum leik þó svo að hann sé ekkert sá skemmtilegasti sem ég hef séð. En það var frábært að Fjölnismenn jöfnuðu og ég spái þeim sigri í vítaspyrnukeppni." Atli Viðar lék með Fjölni í sumar en var lánaður þangað frá FH og mátti því ekki spila þennan leik. 15.57 Framlenging Fyrri hálfleikur framlengingar er hafinn 15.53 Seinni hálfleik lokið Venjulegum leiktíma er lokið og nú tekur við framlenging á næstu mínútum. 15.49 Níutíu mínútur komnar á vallarklukkuna og aðeins fáeinar mínútur eftir í uppbótartíma. Ef ekkert verður skorað tekur við framlenging. 15.44 FH-Fjölnir 1-1 Fjölnismenn jafna metin! Gunnar Már Guðmundsson skorarar úr víti af miklu öryggi. Gunnar Már átti seindingu inn á teig þar sem Sverrir Garðarsson braut á Davíð Þór. 15.40 Leikurinn er frekar rólegur og þó nokkuð hefur dregið af Fjölnismönnum. FH-ingar sækja meira þessa stundina. 15.33 FH-ingar fá svakalegt færi. Tryggvi tekur aukaspyrnu á vinstri kantinum, beint fyrir fætur Arnars sem er í frábæru færi en skýtur yfir. 15.29 Áhorfendur á Laugardalsvellinum eru 3.739 talsins. 15.25 FH-ingar fá gott færi. Guðmundur Sævarsson á góða stungusendingu inn á Matthías sem gefur boltann fyrir markið. Ásgeir Gunnar rétt missir þó af boltanum á besta stað og ekkert verður úr þessu. 15.22 Fjölnismenn fá gott færi. Davíð Þór Rúnarsson á góða rispu og kemur boltanum fyrir markið. Ómar er þar mættir en hittir boltann illa. 15.16 FH-ingar fá skyndisókn sem endar með því að Tryggvi Guðmundsson skallar yfir markið af stuttu færi. Fjölnismenn hafa annars verið öflugir síðustu mínúturnar og eru líklegri til að jafna en að FH-ingar bæti við. 15.13 Ásgeir Aron fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir brot á Tryggva Guðmundssyni. 15.10 Fjölnismenn fá tvö horn með skömmu millibili. Ekkert kemur þó úr þeim. 15.04 Síðari hálfleikur er hafinn hér í Laugardalnum. 14.50 Hálfleikur Egill Már Markússon hefur flautað til hálfleiks. Leikurinn jafnaðist nokkuð undir lok hálfleiksins en þó verður að segjast að Fjölnismenn hafa verið nokkuð langt frá því að ógna marki FH af einhverju ráði. Sést það best á því að Fjölnir hefur ekki átt eitt skot á markið í hálfleiknum. FH-ingar hafa oft spilað betur en hafa þó gert nóg til að ná forystunni í leiknum. 14.45 Leikurinn er nokkuð opinn og skemmtilegur og Fjölnismenn eru farnir að sækja í sig veðrið eftir fremur slappa byrjun. 14.33 Ásgeir Aron Ásgeirsson bjargar Fjölni á síðustu stundu er Matthías er nálægt því að koma knettinum í netið. 14.20 FH-Fjölnir 1-0 Matthías Guðmundsson kemur FH yfir á 17. mínútu leiksins. Sending kemur frá Tryggva Guðmundssyni inn á teig þar sem Arnar Gunnlaugsson missir af boltanum en Matthías hirðir boltann og kemur honum í netið. 14.15 Fyrsta alvöru færi FH-inga. Matthías Guðmundsson tekur sprettinn upp hægri kantinn, gefur fyrir þar sem Ásgeir Gunnar skallar boltann yfir af stuttu færi. 14.10 FH fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Tryggvi Guðmundsson tekur spyrnuna sem er ágæt en Þórður Ingason ver í horn. Ekkert kemur úr því. 14.07 Fjölnismenn eiga fyrsta færi leiksins. Davíð Þór Rúnarsson á góða sendingu á Pétur Markan sem fer þó illa af ráði sínu og sóknin rennur út í sandinn. 14.03 Leikurinn er hafinn, þremur mínútum á eftir áætlun. 13.41 Þær fregnir voru að berast að Davíð Þór Rúnarsson ætlar að hefja leikinn þrátt fyrir allt. 13.38 Davíð Þór Rúnarsson er nokkuð tæpur og verður ákvörðun tekin hvort að hann byrjar leikinn í liði Fjölnis. Ef ekki þá kemur Sigmundur Pétur Ástþórsson inn í hans stað. Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, og Kristófer Skúli Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fjölnis, voru kampakátir fyrir leik.Mynd/E. Stefán 13.32 Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem fylgst verður með bikarúrslitaleik FH og Fjölnis. Margt er um manninn á vellinum og ágætis veður miðað við árstíma. Hér eru byrjunarliðin: Byrjunarlið FH (4-3-3): Daði Lárusson; Guðmundur Sævarsson, Sverrir Garðarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason; Ásgeir Gunnar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Bjarki Gunnlaugsson; Matthías Guðmundsson, Arnar Gunnlaugsson, Tryggvi Guðmundsson. Stuðningsmenn Fjölnis láta vel í sér heyra.Mynd/E. Stefán Byrjunarlið Fjölnis (4-5-1): Þórður Ingason; Gunnar Valur Gunnarsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Magnús Ingi Einarsson; Ómar Hákonarson, Gunnar Már Guðmundsson, Davíð Þór Rúnarsson, Illugi Þór Gunnarsson; Pétur Georg Markan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00 Atli Viðar: Held með Fjölni Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH sem var í láni hjá Fjölni í sumar, segist ætla að styðja Fjölnismenn í bikarúrslitaleik liðanna á morgun. 5. október 2007 16:10 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
FH-Fjölnir 2-11-0 Matthías Guðmundsson (17.) 1-1 Gunnar Már Guðmundsson, víti (86.) 2-1 Matthías Guðmundsson (105.) Tölfræði leiksins: Skot (á mark): 13-10 (4-1) Varin skot: Daði 0 - Þórður 2 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Horn: 4-6 Rangstöður: 8-2 Gult spjald: Fjölnir: Ásgeir Aron (55.) Skiptingar: FH: Sigurvin Ólafsson inn - Bjarki Gunnlaugsson út (69.) Fjölnir: Sigmundur Pétur Ástþórsson inn - Tómas Leifsson út (83.) FH: Arnar Gunnlaugsson inn - Matthías Vilhjálmsson inn (87.) Fjölnir: Davíð Þór Rúnarsson - Ólafur Páll Johnson inn (90.) Fjölnir: Ómar Hákonarson út - Halldór Freyr Ásgrímsson inn (97.) FH: Matthías Guðmundsson út - Atli Guðnason inn (112.) 16.30 FH bikarmeistari FH-ingar eru bikarmeistarar karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Fjölni í framlengdum leik. Matthías Guðmundsson var hetja FH-inga en hann skoraði bæði mörk liðsins í dag. 16.20 Það er hratt sótt á báða bóga og er alls ekki ólíklegt að fleiri mörk líti dagsins ljós. 16.14 Síðari hálfleikur Síðari hálfleikur framlengingarinnar er hafinn. 16.12 FH-Fjölnir 2-1 Matthías Guðmundsson kemur FH-ingum yfir með sínu öðru marki í leiknum. Hann skorar með skalla af afar stuttu færi eftir glæsilega fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar 16.09 Pétur Geork Markan í ótrúlegu færi. Hann leikur á Tommy Nielsen og kemst einn gegn markverðinum en er allt of lengi að athafna sig og FH-ingar bjarga í horn. 16.05 Matthías Guðmundsson er í frábæru færi eftir sendingu frá nafna sínum Vilhjálmssyni. En skotið var tekið með vinstri og fór hátt yfir markið. 16.04 FH-ingar hefja framlenginguna betur og hafa átt tvær ágætar sóknir. 15.59 Atli Viðar Björnsson í viðtali „Ég skemmti þrælvel á þessum leik þó svo að hann sé ekkert sá skemmtilegasti sem ég hef séð. En það var frábært að Fjölnismenn jöfnuðu og ég spái þeim sigri í vítaspyrnukeppni." Atli Viðar lék með Fjölni í sumar en var lánaður þangað frá FH og mátti því ekki spila þennan leik. 15.57 Framlenging Fyrri hálfleikur framlengingar er hafinn 15.53 Seinni hálfleik lokið Venjulegum leiktíma er lokið og nú tekur við framlenging á næstu mínútum. 15.49 Níutíu mínútur komnar á vallarklukkuna og aðeins fáeinar mínútur eftir í uppbótartíma. Ef ekkert verður skorað tekur við framlenging. 15.44 FH-Fjölnir 1-1 Fjölnismenn jafna metin! Gunnar Már Guðmundsson skorarar úr víti af miklu öryggi. Gunnar Már átti seindingu inn á teig þar sem Sverrir Garðarsson braut á Davíð Þór. 15.40 Leikurinn er frekar rólegur og þó nokkuð hefur dregið af Fjölnismönnum. FH-ingar sækja meira þessa stundina. 15.33 FH-ingar fá svakalegt færi. Tryggvi tekur aukaspyrnu á vinstri kantinum, beint fyrir fætur Arnars sem er í frábæru færi en skýtur yfir. 15.29 Áhorfendur á Laugardalsvellinum eru 3.739 talsins. 15.25 FH-ingar fá gott færi. Guðmundur Sævarsson á góða stungusendingu inn á Matthías sem gefur boltann fyrir markið. Ásgeir Gunnar rétt missir þó af boltanum á besta stað og ekkert verður úr þessu. 15.22 Fjölnismenn fá gott færi. Davíð Þór Rúnarsson á góða rispu og kemur boltanum fyrir markið. Ómar er þar mættir en hittir boltann illa. 15.16 FH-ingar fá skyndisókn sem endar með því að Tryggvi Guðmundsson skallar yfir markið af stuttu færi. Fjölnismenn hafa annars verið öflugir síðustu mínúturnar og eru líklegri til að jafna en að FH-ingar bæti við. 15.13 Ásgeir Aron fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir brot á Tryggva Guðmundssyni. 15.10 Fjölnismenn fá tvö horn með skömmu millibili. Ekkert kemur þó úr þeim. 15.04 Síðari hálfleikur er hafinn hér í Laugardalnum. 14.50 Hálfleikur Egill Már Markússon hefur flautað til hálfleiks. Leikurinn jafnaðist nokkuð undir lok hálfleiksins en þó verður að segjast að Fjölnismenn hafa verið nokkuð langt frá því að ógna marki FH af einhverju ráði. Sést það best á því að Fjölnir hefur ekki átt eitt skot á markið í hálfleiknum. FH-ingar hafa oft spilað betur en hafa þó gert nóg til að ná forystunni í leiknum. 14.45 Leikurinn er nokkuð opinn og skemmtilegur og Fjölnismenn eru farnir að sækja í sig veðrið eftir fremur slappa byrjun. 14.33 Ásgeir Aron Ásgeirsson bjargar Fjölni á síðustu stundu er Matthías er nálægt því að koma knettinum í netið. 14.20 FH-Fjölnir 1-0 Matthías Guðmundsson kemur FH yfir á 17. mínútu leiksins. Sending kemur frá Tryggva Guðmundssyni inn á teig þar sem Arnar Gunnlaugsson missir af boltanum en Matthías hirðir boltann og kemur honum í netið. 14.15 Fyrsta alvöru færi FH-inga. Matthías Guðmundsson tekur sprettinn upp hægri kantinn, gefur fyrir þar sem Ásgeir Gunnar skallar boltann yfir af stuttu færi. 14.10 FH fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Tryggvi Guðmundsson tekur spyrnuna sem er ágæt en Þórður Ingason ver í horn. Ekkert kemur úr því. 14.07 Fjölnismenn eiga fyrsta færi leiksins. Davíð Þór Rúnarsson á góða sendingu á Pétur Markan sem fer þó illa af ráði sínu og sóknin rennur út í sandinn. 14.03 Leikurinn er hafinn, þremur mínútum á eftir áætlun. 13.41 Þær fregnir voru að berast að Davíð Þór Rúnarsson ætlar að hefja leikinn þrátt fyrir allt. 13.38 Davíð Þór Rúnarsson er nokkuð tæpur og verður ákvörðun tekin hvort að hann byrjar leikinn í liði Fjölnis. Ef ekki þá kemur Sigmundur Pétur Ástþórsson inn í hans stað. Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, og Kristófer Skúli Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fjölnis, voru kampakátir fyrir leik.Mynd/E. Stefán 13.32 Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem fylgst verður með bikarúrslitaleik FH og Fjölnis. Margt er um manninn á vellinum og ágætis veður miðað við árstíma. Hér eru byrjunarliðin: Byrjunarlið FH (4-3-3): Daði Lárusson; Guðmundur Sævarsson, Sverrir Garðarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason; Ásgeir Gunnar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Bjarki Gunnlaugsson; Matthías Guðmundsson, Arnar Gunnlaugsson, Tryggvi Guðmundsson. Stuðningsmenn Fjölnis láta vel í sér heyra.Mynd/E. Stefán Byrjunarlið Fjölnis (4-5-1): Þórður Ingason; Gunnar Valur Gunnarsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Magnús Ingi Einarsson; Ómar Hákonarson, Gunnar Már Guðmundsson, Davíð Þór Rúnarsson, Illugi Þór Gunnarsson; Pétur Georg Markan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00 Atli Viðar: Held með Fjölni Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH sem var í láni hjá Fjölni í sumar, segist ætla að styðja Fjölnismenn í bikarúrslitaleik liðanna á morgun. 5. október 2007 16:10 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00
Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22
Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00
Atli Viðar: Held með Fjölni Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH sem var í láni hjá Fjölni í sumar, segist ætla að styðja Fjölnismenn í bikarúrslitaleik liðanna á morgun. 5. október 2007 16:10
Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00
Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30