Innlent

REI: Kaupsamningum Bjarna og Jóns Diðriks ekki breytt

Andri Ólafsson skrifar

Kaup Bjarna Ármannssonar stjórnarformanns REI og Jón Diðriks Jónssonar, ráðgjafi hjá fyrirtækinu, í hlutum í REI á genginu 1,3 verða ekki aftur tekin þrátt fyrir að stjórnin hafi í dag ákveðið að endurskoða ákvörðun sína um að bjóða lykistarfsmönnum að kaupa á sérkjörum.

Sú ákvörðun hlaut harða gagnrýni, ekki síst hjá sjálfstæðismönnum í borginni sem gengið hefur illa að leyna óánægju sinni með vinnubrögðin við sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy.

Reynt var að miðla málum í dag með því að endurskoða fyrri ákvörðun þess efnis að svokallaðir lykilstarfsmenn fái að kaupa á sérkjörum. Með því vonast stjórn REI til þess að friður skapist um störf félagsins.

Hins vegar voru viðskipti Bjarna og Jóns Diðriks frágenginn. Þeir búnir að greiða fyrir sína hluti og ekki hægt að taka þau viðskipti til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×