Körfubolti

KR spáð titlinum

Íslandsmeistarar KR munu verja titil sinn í karlaflokki ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem birt var á kynningarfundi fyrir Icelan Express deildina í dag. Deildin hefst á fimmtudaginn.

Því er spáð að það verði KR-ingar sem verji titil sinn í karlaflokki, en KR-ingar hlutu 398 stig af 432 mögulegum í fyrsta sætið. Snæfell kom þar skammt á eftir með 376 stig og Grindavík 348.



Fjölni og Tindastól er spáð falli úr deildinni, en Stjarnan fékk þó aðeins einu atkvæði fleira en Fjölnir og því er ljóst að reiknað er með æsilegri botnbaráttu í vor.

Hér fyrir neðan er spáin í karlaflokki:

1. KR (398 stig)

2. Snæfell (376)

3. Grindavík (348)

4. Njarðvík (327)

5. Keflavík (296)

6. Skallagrímur (246)

7. ÍR (229)

8. Hamar (141)

9. Þór Ak (129)

10. Stjarnan (118)

11. Fjölnir (117)

12. Tindastóll (84)

Spáin fyrir Iceland Express deild kvenna:

1. Keflavík (144 af 147 stigum)

2. Haukar (115)

3. Valur (92)

4. Grindavík (91)

5. KR (70)

6. Hamar (48)

7. Fjölnir (28)

Spáin fyrir 1. deild karla:

1. Breiðablik

2. Valur

3. KFÍ

4. FSu

5. Haukar

6. Þór Þorl

7. Ármann/Þróttur

8. Höttur

9. Þróttur Vogum

10. Reynir Sandgerði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×