Erlent

Tyrkir vilja ráðast inn í Írak

Óli Tynes skrifar
Kúrdiskir uppreisnarmenn í Norður-Írak.
Kúrdiskir uppreisnarmenn í Norður-Írak.

Forsætisráðherra Tyrklands hefur veitt samþykki sitt fyrir meiriháttar innrás í Írak, til þess að berja á kúrdiskum uppreisnarmönnum þar. Bandaríkjamenn hafa hvatt Tyrki til þess að halda að sér höndunum. Kúrdahéruðin í Norður-Írak eru friðsælasta svæðið þar í landi og Bandaríkjamenn óttast afleiðingarnar af innrás.

Skæruliðar úr hinum svokallaða Kúrdiska verkamannaflokki PKK hafa á undanförnum vikum fellt tugi óbreyttra tyrkneska borgara og hermanna í árásum yfir landamærin. Síðasta á sunnudag drápu þeir þrettán tyrkneska hermenn við landamærin.

Þetta vill ríkisstjórn Tyrklands ekki sætta sig við lengur. Hún ætlar að fara fram á leyfi þingsins til þess að ráðast yfir landamærin. Verið er að tala um meiriháttar hernaðaraðgerðir með þáttöku tugþúsunda hermanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×