Viðskipti erlent

Lokagengi Dow Jones aldrei hærra

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Fjárfestar vestanhafs þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í enda mánaðar.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Fjárfestar vestanhafs þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í enda mánaðar. Myn/AFP

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti.

Fundargerð bankastjórnarinnar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar í september var gerð opinber í dag en þar kemur fram að þrátt fyrir aukinn verðbólguþrýsting sé óttast að lausafjárkrísan í enda sumars geti haft áhrif á einkaneyslu og hagvöxt í Bandaríkjunum og því sé svigrúm fyrir frekari vaxtalækkun. Stýrivextir voru lækkaði um 50 punkta á síðasta fundi bankastjórnarinnar í september. Gert er ráð fyrir því að vextirnir lækki um allt að 25 punkta á næsta fundi stjórnarinnar í enda þessa mánaðar.

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,86 prósent og endaði í 14.164,53 stigum og hefur aldrei verið hærri í lok dags. Þá hækkaði S&P vísitalan sömuleiðis um 0,81 prósent og endaði í 1.565,15 stigum. Þá hækkaði Nasdaq-vísitalan um 0,59 prósent og endaði í 2.803,91 stigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×