Erlent

Fáklæddum hjúkrunarkonum mótmælt

Óli Tynes skrifar
Auglýsing JBS. Er þetta gamansöm framsetning ?
Auglýsing JBS. Er þetta gamansöm framsetning ?

Danskar hjúkrunarkonur eru öskureiðar yfir nýrri auglýsingaherferð undirfataframleiðandans JBS. Auglýsingunni fylgir mynd af hálfnakinni hjúkrunarkonu sem liggur glennt uppi í sjúkrarúmi.

Samtök hjúkrunarkvenna hafa skorið upp herör gegn JBS og hvetja hjúkrunarkonur og alla aðra til þess að hætta að kaupa undirföt frá fyrirtækinu. JBS birtir svipaðar myndir af ritara, þjónustustúlku og nunnu.

Talsmaður hjúkrunarkvenna segir að í myndunum felist dæmalaus kvenfyrirlitning. Með þeim sé verið að líkja hjúkrunarkonum við einhverskonar samblandi af Madonnu og vændiskonu.

Talsmaður JBS er ekki uppnæmur vegna þessara mótmæla. Hann segir að myndirnar séu settar fram á gamansaman hátt og það eigi að taka þeim sem slíkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×