Erlent

Hitafundur um selastofna

Fjallað verður um seli í Eystrasalti og Norður-Atlantshafi á alþjóðlegri ráðstefnu í Vasa í Finnlandi dagana 16. til 18. október. Meðal annars verður rætt um það hvernig stækka megi selastofna í framtíðinni, en málefnið er mjög viðkvæmt.

Selum fjölgar mjög ört á sumum hafsvæðum og hefur það í för með sér ýmis vandamál eins og skemmdir á veiðarfærum og minnkandi fiskafla. Markmiðið er að skapa jafnvægi í vistkerfi hafsins og sjálfbæra þróun sem tekur tillit til fiskveiðimanna en varðveitir jafnframt selastofnana.

Annað viðkvæmt mál sem tekið verður fyrir er hvort nýta megi selastofna og hvernig markaðsetja megi vörur úr selaafurðum.

Rúmlega eitt hundrað fulltrúar, fræðimenn og sérfræðingar frá Norðurlöndunum, Norður-Ameríku og Evrópusambandsríkjunum sitja ráðstefnuna. Að henni standa meðal annarra Norræna ráðherranefndin, stjórnvöld sem fara með málefni sjávarútvegs og umhverfissamtök.

Afkoma sela í Eystrasalti hafa verið í forgangi í norrænu samstarfi lengi. Til að mynda samþykktu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Norðurlanda yfirlýsingu um málefni sela í fyrra. Ráðherrarnir tela að Framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþingið ættu að taka málið á dagskrá.

Í framhaldi af ráðstefnunni í Vasa verður gefin út skýrsla með tillögum að aðgerðum. Skýrslan á að verða tilbúin í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×