Viðskipti erlent

Olíuverð nálægt hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór nálægt hæstu mörkum eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíubirgðir landsins drógust meira saman en reiknað hafði verið með.

Í skýrslunni kemur fram að olíubirgðir hafi dregist saman um 1,7 milljónir tunna á milli vikna vegna mikillar eftirspurnar og skýrir það hækkunina að mestu. Reiknað hafði verið með því að olíubirgðirnar myndu aukast um eina milljón tunna á milli vikna.

Verð á hráolíu fór í 83,04 krónur á tunnu á markaði í Bandaríkjunum sem er nálægt sögulega hæsta verði svartagullstunnunar. Verðið fór í hæstu hæðir 20. september síðastliðinn 83,9 krónur á tunnu. Þá hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 1,55 dal á hlut og fór verðið í 80,11 tunnur á hlut.

Breska ríkisútvarpið bendir á það í dag að verðið hafi lækkað snarlega í byrjun árs en hækkað svo eftir því sem á það hefur liðið af ótta við að olíuframleiðendur gætu ekki sinnt aukinni eftirspurn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×