Erlent

Fé til höfuðs fjöldamorðingja

Óli Tynes skrifar
Ratko Mladic.
Ratko Mladic.
Stjórnvöld í Serbíu hafa lagt eina milljón evra, um áttatíu og fimm milljónir króna, til höfuðs hershöfðingjanum Ratko Mladic. Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur ákært hann fyrir þjóðarmorð í Bosníu á sínum tíma. Mladic stýrði meðal annars hersveitum þeim sem myrtu um 8000 múslima í bænum Srebrenica.

Handtaka hershöfðingjans er eitt meginskilyrði þess að Serbía fái að undirrita aukaaðildarsamkomulag við Evrópusambandið. Það er fyrsta skrefið til fullrar aðildar. Serbía mun hinsvegar ekki leggja fé til höfuðs Radovan Karadzic sem var pólitískur leiðtogi bosníuserba. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir þjóðarmorð. Karadzic er hinsvegar bosnískur en ekki serbneskur ríkisborgari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×