Erlent

Stjórnmálamaðurinn sem missti stjórn á sér (myndband)

Óli Tynes skrifar
Pia Haraldsen.
Pia Haraldsen.

Bandaríski stjórnmálamaðurinn James Oddo missti gersamlega stjórn á sér í viðtali við útsendara norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Pia Haraldsen var að taka viðtalið fyrir þátt sem heitir Rödd Ríkisins. Það mun vera einhverskonar gamanþáttur, en Oddo hélt að Haraldsen væri alvöru fréttamaður.

Hann varð sýnilega undrandi þegar Haraldsen spurði hvort ekki væri ólöglegt fyrir Barack Obama að bjóða sig fram til forseta þar sem hann væri ekki bandarískur ríkisborgari. Oddo svaraði því til að auðvitað væri Obama bandarískur ríkisborgari.

Haraldsen sagði þá að hún hefði heyrt að Obama væri afrískur-ameríkani. James Oddo útskýrir að afrískir-ameríkanar séu einnig bandarískir ríkisborgarar.

Haraldsen spyr þá hvort Hillary Clinton eigi einhverja möguleika í kosningunum, eftir þessa vandræðalegu uppákomu með vindilinn. Þá missir Oddo sig gersamlega. Viðtalið má sjá á myndbandi hér að neðan. Varað skal við því að þar er mikið.....MJÖG mikið um blótsyrði.

VIÐTALIÐ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×