Erlent

Sakaður um að gefa Saddam vindla

Óli Tynes skrifar
Saddam Hussein.
Saddam Hussein.

Bandarískur fangavörður Saddams Hussein mætir fyrir rétt í dag fyrir það meðal annars að hafa gefið hinum fallna einræðisherra kúbverska vindla. William H. Steele, undirofursti, á yfir höfði sér lífstíðar fangelsisdóm fyrir framferði sitt meðan hann var fangavörður Saddams.

Auk þess að hafa gefið Saddam vindla er Steele sakaður um að hafa lánað föngum farsíma sinn. Hann er sakaður um að hafa átt samskipti við eina af dætrum Saddams og fyrir að hafa verið í óviðurkvæmilegu sambandi við túlk í fangelsinu.

Saddam Hussein var hengdur 30. desember árið 2006. Þrem mánuðum síðar var Steele handtekin. Réttarhöldin yfir honum fara fram í bandarískri herstöð í Bagdad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×