Erlent

Vírus strádrepur seli

Óli Tynes skrifar
Vírus hefur drepið um 2300 seli í Kattegat og Skagerrak.
Vírus hefur drepið um 2300 seli í Kattegat og Skagerrak.

Óþekktur vírus hefur í sumar og haust drepið á þriðja þúsund seli í Kattegat og Skagerrak. Sænskir og danskir vísindamenn komust að þessu með selatalningu sem gerð er árlega, úr lofti. Selirnir eru þá myndaðir þar sem þeir hafa skriðið upp á klappir. Myndirnar eru svo bornar saman við myndir frá fyrri árum.

Vitað var um seladauðann fyrr, þar sem marga þeirra rak á land. Fram til þessa hefur hinsvegar verið talið að þeir væru aðeins nokkur hundruð talsins.

Vísindamennirnir segja að ástæðan fyrir því að ekki var fyrr vitað um umfangið vera þá að flestir selirnir sem hafi drepist hafi sokkið til botns. Talsmaður þeirra segir að 1000 seli vanti í Kattegat og 1300 í Skagerrak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×