Bíll Díönu gæti hafa lent í árekstri 15. október 2007 16:57 Ljósmynd papparazzi ljósmyndara af bíl prinsessunnar skömmu fyrir áreksturinn. MYND/AFP Bíllinn sem Díana prinsessa var í þegar hún lést gæti hafa rekist á annan stóran og dökkan bíl þegar hann keyrði inn göngin í París. Þetta eru upplýsingar vitna við réttarrannsókn á dauða Díönu og Dodi Fayed. Jean-Claude Catheline og eiginkona hans Annick sögðust hafa séð tvo bíla keyra samhliða inn í göngin. Þau heyrðu ískur í hjólbörðum og síðan árekstrarhljóð þegar þau gengu nær undirgöngunum. Hjónin báru vitni í gegnum myndsendingu frá París en réttarrannsóknin fer fram í London. Þar sögðu þau að um leið og bílarnir hafi horfið þeim sjónum hafi þau heyrt hljóð sem var eins og annar bíllinn hefði rekist á hinn. Þau haldi að það hafi verið rétt áður en bíllinn fór inn í göngin. Úrdráttur úr upphaflegu lögregluskýrslunni var lesinn við réttinn. Þar höfðu hjónin sagt að strax á eftir fyrra hljóðinu hafi heyrst annað mun, mun hærra og öðruvísi hljóð. Parið hafði verið úti um kvöldið og var að ganga frá Effel turninum að bíl sínum þegar það varð vitni að atburðinum. Tengdasonur hjónanna sem var með þeim ásamt dóttur þeirra sagðist hafa tekið eftir stórum dökkum bíl sem keyrði á ofsahraða inn í göngin. Hann hafi sagt eitthvað um að þau væru brjáluð að keyra svona hratt. Francois Levistre var ökumaður næsta bíls fyrir framan Mercedes Benz bifreiðina. Hann sá atburðina gerast í baksýnisspeglinum. Hann segist hafa séð mótorhjól með sterku hvítu ljósi sem fór fram úr bifreið Díönu skömmu áður en hún missti stjórn og snerist í göngunum. Hann segir farþega á mótorhjólinu þá hafa farið af hjólinu, gengið að bílnum, litið inn og gefið bendingu til ökumanns mótorhjólsins áður en parið keyrði í burtu. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Bíllinn sem Díana prinsessa var í þegar hún lést gæti hafa rekist á annan stóran og dökkan bíl þegar hann keyrði inn göngin í París. Þetta eru upplýsingar vitna við réttarrannsókn á dauða Díönu og Dodi Fayed. Jean-Claude Catheline og eiginkona hans Annick sögðust hafa séð tvo bíla keyra samhliða inn í göngin. Þau heyrðu ískur í hjólbörðum og síðan árekstrarhljóð þegar þau gengu nær undirgöngunum. Hjónin báru vitni í gegnum myndsendingu frá París en réttarrannsóknin fer fram í London. Þar sögðu þau að um leið og bílarnir hafi horfið þeim sjónum hafi þau heyrt hljóð sem var eins og annar bíllinn hefði rekist á hinn. Þau haldi að það hafi verið rétt áður en bíllinn fór inn í göngin. Úrdráttur úr upphaflegu lögregluskýrslunni var lesinn við réttinn. Þar höfðu hjónin sagt að strax á eftir fyrra hljóðinu hafi heyrst annað mun, mun hærra og öðruvísi hljóð. Parið hafði verið úti um kvöldið og var að ganga frá Effel turninum að bíl sínum þegar það varð vitni að atburðinum. Tengdasonur hjónanna sem var með þeim ásamt dóttur þeirra sagðist hafa tekið eftir stórum dökkum bíl sem keyrði á ofsahraða inn í göngin. Hann hafi sagt eitthvað um að þau væru brjáluð að keyra svona hratt. Francois Levistre var ökumaður næsta bíls fyrir framan Mercedes Benz bifreiðina. Hann sá atburðina gerast í baksýnisspeglinum. Hann segist hafa séð mótorhjól með sterku hvítu ljósi sem fór fram úr bifreið Díönu skömmu áður en hún missti stjórn og snerist í göngunum. Hann segir farþega á mótorhjólinu þá hafa farið af hjólinu, gengið að bílnum, litið inn og gefið bendingu til ökumanns mótorhjólsins áður en parið keyrði í burtu.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira