Erlent

Fjögurra hæða risaeðla

Óli Tynes skrifar
Hluti af beinagrind risaeðlunnar.
Hluti af beinagrind risaeðlunnar.

Steingervingafræðingar í Argentínu hafa fundið einstaklega heillega beinagrind af einhverri stærstu risaeðlu sem um getur. Fræðingarnir segja að þetta sé ný tegund. Skepnan hefur verið um þrjátíu og fjögurra metra löng, eða eins og fjögurra hæða hús. Hún þrammaði um gresjur norður Patagóníu fyrir um 80 milljónum ára.

Eins og margar risaeðlur var hún jurtaæta. Það sem gerir þennan fund sérlega dýrmætan er að vísindamennirnir fundu 70 prósent af beinagrindinni. Framtil þessa hefur mönnum þótt gott að finna tíu prósent af risaeðlum.

Hjá risaeðlunni fundust einnig bein kjötætu, theropod Megaraptor. Þau voru líka mjög vel varðveitt. Þá fundust einnig steingerfingar af laufi og fiskum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×