Erlent

Henning Mankell gefur þorp í Afríku

Óli Tynes skrifar
Henning Mankell.
Henning Mankell.

Sænski rithöfundurinn Henning Mankell hefur gefið 150 milljónir króna til þess að byggja SOS-barnaþorp í Mósambík. Fyrir það verður byggður lítið þorp fyrir 150 munaðarlaus börn. Í þorpinu verður einnig forskóli og skóli sem geta sinnt hundruðum barna í nærliggjandi sveitum.

Henning Mankell er frægur fyrir sakamálasögur sínar, ekki síst um lögreglumanninn Kurt Wallander.

Hann hefur átt sitt annað heimili í Maputo höfuðborg Mósambík síðustu 25 árin. Aðspurður um rausnarskapinn sagði hann við sænska Aftonbladet; "Hvað getur maður eiginlega átt margar villur sjálfur ?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×