Erlent

Danaprinsi snúið frá Eystri-landsrétti

Óli Tynes skrifar
Jóakim prins.
Jóakim prins.

Jafnvel Jóakim Danaprins komst ekki framhjá öryggisvörðum við Eystri-Landsréttinn í Kaupmannahöfn í dag, þegar þar fóru fram vitnaleiðslur í máli meintra hryðjuverkmanna sem handteknir voru í Óðinsvéum á dögunum.

Ástæðan fyrir hinni ströngu öryggisgæslu var að einn af njósnurum leyniþjónustu dönsku lögreglunnar var að bera vitni gegn fjórum mönnum sem hafa verið sakaðir um að undirbúa hryðjuverk.

"Nú, er lokað hérna," sagði prinsinn þegar öryggisvörður með handvélbyssu um öxl gekk í veg fyrir hann þar sem hann kom röltandi eftir Fredericia-götu. "Já, við getum ekki hleypt einum í gegn og vísað þeim næsta frá," svaraði lögreglumaðurinn.

Hinn nýtrúlofaði prins kinkaði kolli og rölti til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×