Erlent

Sænskar orrustuþotur til Tælands

Óli Tynes skrifar
Sænsk Saab Gripen orrustuþota.
Sænsk Saab Gripen orrustuþota.

Búist er við að Tælenski flugherinn kaupi sænskar Gripen orrustuþotur frekar en bandarískar F-16 þotur, þegar kemur að því að skipta út hluta af orrustuflugflota landsins.

Kaupverðið er um 60 milljarðar íslenskra króna. Flugherinn á nú tólf gamlar bandarískar F-5 þotur, og er ætlunin að leggja þeim árið 2011.

Talsmaður flughersins sagði að þeir hefðu helst vilja kaupa F-16 þoturnar. Bandarísk lög banna hinsvegar að seld sé vopn til landa þar sem ríkisstjórn hefur verið streypt af stóli.

Frakkar og Rússar hafa einnig reynt að selja Tælendingum orrustuþotur. Það er nú hinsvegar nokkuð víst að sænsku Saab Gripen þoturnar verða valdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×