Erlent

Bróðir barnaníðings; gefðu þig fram

Óli Tynes skrifar
Christopher Paul Neil.
Christopher Paul Neil.

Bróðir barnaníðingsins sem alþjóðalögreglan Interpol leitar að hefur hvatt hann til þess að gefa sig fram. Maðurinn heitir Christopher Paul Neil og er 32 ára gamall. Hann er fæddur í Kanada. Í samtali við AP fréttastofuna segir bróðir hans Matthew Neil að móðir þeirra sé niðurbrotin og fjölskyldan í áfalli. Matthew Neil segir að fjölskyldan vinni með Interpol í leitinni að Christopher Paul.

Í Kanada starfaði Christopher Paul Neil sem prestur og leiðbeinandi fyrir börn upp að átján ára aldri. Síðustu árin hefur hann starfað sem barnakennari í Asíu. Það var þá sem hann setti á netið myndir af því þegar hann nauðgaði ungum drengjum.

Hann notaði tölvutækni til þess að fela andlit sitt. Interpol notaði sömu tækni til þess að fá fram hans rétta andlit. Síðast bjó Christopher Paul í Suður-Kóreu. Þaðan flúði hann þegar myndir Interpol birtust um allan heim.

Myndir náðust af honum í öryggismyndavélum þegar hann kom í flughöfn í Tælandi. Þá hafði hann rakað af sér hárið og sett upp gleraugu til þess að reyna að dyljast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×