Erlent

Bannað að reykja utandyra

Óli Tynes skrifar
Reykingar bannaðar.
Reykingar bannaðar.

Borgarstjórnin í Oakland í Kaliforníu hefur einróma samþykkt ný lög sem banna reykingar utandyra á veitingahúsum. Einnig er bannað að reykja í almenningsgörðum, við hraðbanka og stoppistöðvar strætisvagna og á golfvöllum.

Auk þess að banna reykingar skyldaði borgarstjórnin leigusala og fjölbýlishúsaeigendur til þess að skýra væntanlegum leigjendum frá reglum sem þar gilda um reykingar. Nýju lögin taka gildi hinn 23. þessa mánaðar.

Svipuð lög voru sett í Belmont í Karliforníu í síðustu viku, nema hvað þar er auk þess með öllu bannað að reykja í fjölbýlishúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×