Erlent

Feitir farþegar ógna flugöryggi

Óli Tynes skrifar
Þetta er ógnun við flugöryggi.
Þetta er ógnun við flugöryggi.

SAS flugfélagið hefur beðið öryggisyfirvöld í Skandinavíu að breyta viðmiðunarreglum um þyngd flugfarþega. Í dag getur flugvélafarmur af fólki verið tonni þyngri en viðmiðunarreglurnar segja til um.

Fyrir tíu árum úrskurðuðu öryggisyfirvöld í Evrópu að meðalþyngd á karlmönnum skyldi reiknuð 88 kíló, með handfarangri og fötum. Konur voru úrskurðaðar 70 kíló. SAS hefur verið að vigta farþega sína undanfarin misseri og komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu að meðaltali þrem kílóum þyngri en viðmiðunin.

Þetta þýðir að meðalstór flugvél getur verið heilu tonni þyngri í flugtaki en reiknað er með. Það hefur áhrif á þungadreifingu og þarmeð jafnvægi vélarinnar. Það hefur einnig áhrif á eldsneytiseyðslu og þá lengd flugbrautar sem vélarnar þurfa. Því vill SAS að þyngdin verði endurskoðuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×