Erlent

Fílar finna lykt af hættu

Óli Tynes skrifar
Ekki vera í rauðum fötum þegar þú ferð að skoða fíla.
Ekki vera í rauðum fötum þegar þú ferð að skoða fíla.

Fílar finna bókstaflega lykt af hættu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Kenya. Rannsóknin leiddi í ljós að fílarnir urðu æstir þegar þeir fundu lykt af mönnum af Masai ættbálknum. Fílarnir lenda oft upp á kant við þegar þá þegar Masai mennirnir eru að reka nautgripahjarðir sínar.

Vísindamennirnir létu fílana lykta bæði af hreinum fötum og fötum sem höfðu verið notuð af mönnum af Masai og Kamba ættbálkunum. Fílarnir brugðust ekki við lyktinni af hreinu fötunum, né af fötunum sem Kambar voru í. Kambar eru engin ógn við skepnurnar. Hinsvegar fnæstu þeir og stöppuðu niður fótum þegar þeir fundu lykt af fötum Masai manna.

Fílunum voru einnig sýnd föt í mismunandi litum. Rauð og hvít. Masai menn ganga jafnan í rauðum kuflum. Fílarnir sýndu engin viðbrögð við hvítu fötunum, en urðu aftur æstir þegar þeir sáu þau rauðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×