Erlent

Dómur fyrir vikulokin

Guðjón Helgason skrifar

Dómarinn í máli Gísla Þorkelssonar, sem var myrtur í Suður-Afríku sumarið 2005, gagnrýnir lögreglu í Jóhannesarborg fyrir handvömm. Dóm á að kveða upp yfir meintum morðingjum Gísla fyrir vikulokin.

Kathy Satchwell, dómari í málinu, segist aldrei fyrr hafa orðið vitni að jafn lélegum vinnubrögðum í lögreglurannsókn og hefur beðið saksóknara um að sjá til þess að lögreglustjórinn sem stýrði rannsókninni verði viðstaddur dómsorð.

Réttað er yfir fjórum einstaklingum sem voru ákærðir vegna morðsins á Gísla sumarið 2005. Lík hans fannst steypt í ruslatunnu sex vikum eftir að hann hvarf. Gísli var fimmtíu og fjögurra ára þegar hann dó og hafði þá búið í Suður-Afríku í ellefu ár. Systir Gísla, Þórkatla, kom frá Bandaríkjunum til Suður-Afríku til þess að bera vitni við réttarhöldin. Satchwell segir að dómur verði kveðinn upp fyrir vikulok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×