Erlent

Kjarnorku-Írani segir af sér

Ari Larijani, aðal samningamaður Írana í kjarnorkudeilunni við vesturveldin, sagði af sér í morgun. Í tilkynningu frá írönsku ríkisstjórninni segir að Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, hafi þegar mótttekið uppsagnarbréf hans.

Íranar segja þetta í engu breyta stefnu þeirra. Nýr fulltrúi yrði skipaður í stað Larijani hið fyrsta og sá myndi sitja áformaðan fund með Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, í næstu viku.

Íranar halda fast í þá kröfu sína að fá að auðga úran og nota kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Bandaríkjamenn eru þess fullvissir að þeir ætli að smíða kjarnavopn og þrýsta á Írana að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×