Innlent

Bláa lónið fékk byggingalistarverðlaun

Verðlaunahúsið.
Verðlaunahúsið.

Íslensku byggingarlistarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í dag. Þau komu í hlut VA arkitekta fyrir Lækningalind, Bláa lóninu. Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti verðlaunin á Kjarvalsstöðum í dag.

Samhliða afhendingunni var opnuð sýning á þeim tíu verkefnum sem þóttu koma til greina og útgáfa bókar um þessi sömu verkefni. Arkitektafélag Íslands stendur að verðlaununum en Þyrping hf., þróunarfélag á sviði skipulagsmála og mannvirkjagerðar, er bakhjarl þeirra.

Lækningalind Bláa lónsins er sjálfstæð viðbót við Heilsulind Bláa lónsins og rís upp úr úfnu mosavöxnu hrauni.

Í umsögn dómnefndar segir: „Með öguðu efnisvali og formi hússins eru dregin fram skörp skil á milli geómetrískra forma byggingarinnar og lífrænna forma náttúrunnar sem vekja sterk hughrif. Sérkennilegt andrúmsloftið endurspeglast í óvæntum samsetningum og frágangi þar sem grænu gleri og dökkri hraunklæðningu er teflt gegn hlýlegum viði.

Öll smáatriði eru leyst á vandaðan hátt sem fellur að yfirbragði heildarinnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×