Innlent

Hvað varð eiginlega um Ólaf Örn Haraldsson ?

Óli Tynes skrifar
Ólafur Örn Haraldsson að grilla á góðum degi.
Ólafur Örn Haraldsson að grilla á góðum degi.

Utanríkisráðuneytið segir Fréttablaðið ekki segja rétt frá brotthvarfi Ólafs Arnar Haraldssonar frá Ratsjárstofnun. Blaðið segir í fyrirsögn í dag að forstjórinn hafi gengið á dyr. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Ólafur Örn hafi látið af störfum fyrir nokkrum dögum, í góðu samkomulagi við ráðuneytið. Fyrirsögn Fréttablaðsins hafi því ekki við rök að styðjast.

Fréttablaðið hafði þó allavega við að styðjast orð Grétars Más Sigurðssonar ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sem segist hafa heyrt af brottför Ólafs Arnar og árangurslaust reynt að ná samband við hann vegna þess. Grétar Már segir við Fréttablaðið; "Ég er að reyna að ná í Ólaf til að fá að vita hvað liggur fyrir hjá honum, þartil get ég ekki tjáð mig mikið um málið."

Vísir.is hefur árangurslaust reynt að ná í Ólaf Örn í dag, en með sama árangri og Grétar Már. Alþingismaðurinn fyrrverandi virðist vera dottinn út af ratsjánni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×