Erlent

Þjóðernissinnar sækja á í Sviss

Frá Bern, höfuðborg Sviss.
Frá Bern, höfuðborg Sviss.

Kosið til þings í Sviss í dag og er þjóðernissinnum spáð mestu fylgi. Kosningabaráttan hefur verið hatrömm og kom til átaka milli lögreglu og vinstrimanna þegar framboði þjóðernissinna var mótmælt í Bern í síðasta mánuði.

Þetta er vægast sagt óvenjulegt í hinu friðsælla fjallaríki, þar sem kosningar og baráttan á undan ganga fara nær alltaf friðsamlega fram.

Kosningarnar ganga fremur hratt fyrir sig og var kjörstöðum lokað á hádegi að svissneskum tíma. , Flestir hafa þegar greitt atkvæði í póstkosningu. Ekki er þó búist við fyrstu tölum fyrr en klukkan fimm síðdegis að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×