Erlent

Eredda dekkjavekkstaðið?

Óli Tynes skrifar
Passiði hvern þið hringið í þegar springur.
Passiði hvern þið hringið í þegar springur.
Austurríski ökumaðurinn var svo drukkinn að hann treysti sér ekki til þess að skipta um dekk þegar sprakk á bílnum hans. Hann hringdi því í vini sína á dekkjaverkstæðinu og bað þá um að koma og bjarga sér. Notaði hraðvalið á síma sínum fyrir neyðarnúmer. Nema hvað hann ýtti á vitlausan takka.

Þeir sem hann hringdi í voru þó fúsir til þess að senda bíl eftir honum. Lögreglubíl með blikkandi ljósum. Talsmaður lögreglunnar í bænum Andau sagði að maðurinn hefði ruglast á neyðarnúmerum. Hann hefði auðheyranlega verið mjög drukkinn.

Hvað bílinn með sprungna dekki varðaði sagði lögregluþjónninn að maðurinn þyrfti ekki á honum að halda lengur. Þeir hefðu nefnilega tekið af honum ökuskírteinið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×