Erlent

Þjóðernissinnar unnu sigur í Sviss

Óli Tynes skrifar
Það kom til slagsmála í kosningabaráttunni í hinu friðsæla fjallalandi.
Það kom til slagsmála í kosningabaráttunni í hinu friðsæla fjallalandi.

Þjóðernissinnar eru nú stærsti flokkurinn á svissneska þinginu. Þeir fengu 28,8 prósent atkvæða samkvæmt fyrstu tölum í kosningunum sem fram fóru í dag. Í næsta sæti eru jafnaðarmenn. Þeir töluðu fjórum prósentustigum og fengu 19.1 prósent atkvæða.

Þjóðernissinnar hafa vakið nokkurn ugg í landinu. Kosningabarátta þeirra var mjög umdeild, en þeir kröfðust brottreksturs innflytjenda sem fremdu alvarleg innbrot. Myndirnar sem fylgdu auglýsingum þeirra voru af hvítum kindum sem sparka svartri kind útfyrir Svissnesku landamærin.

Á kosningafundum kom nokkrum sinnum til slagsmála, sem er mjög óvenjulegt í þessu friðsæla fjallalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×