Viðskipti erlent

Afkoma Handelsbanken á pari við væntingar

Höfuðstöðvar Storebrand, sem ætlar að kaupa líftryggingahluta sænska bankans Handelsbanken, sem var fyrstur norrænu bankanna til að skila uppgjöri.
Höfuðstöðvar Storebrand, sem ætlar að kaupa líftryggingahluta sænska bankans Handelsbanken, sem var fyrstur norrænu bankanna til að skila uppgjöri.

Sænski Handelsbanken hagnaðist um rúma 2,5 milljarða króna, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er sextán prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og lítillega yfir væntingum markaðsaðila.

Handelsbanken er sá fyrsti af norrænu bönkunum til að birta uppgjör sitt fyrir fjórðunginn, að sögn greiningardeildar Landsbankans sem tekur fram að í hagnaðartölunum sé tillit tekið til sölunnar á líftryggingahluta bankans SPP til norska tryggingafélagsins Storebrand.

Landsbankinn bendir á í Vegvísi sínum í dag, að undirliggjandi rekstur hafi batnað verulega enda hafi vaxtatekjur og þóknanatekjur bankans verið umfram væntingar. Afkoma af fjárfestingum var hins vegar undir spám, að sögn Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×