Fótbolti

Umboðsmaður: Sverrir er sjóðheitur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Garðarsson er hér á milli þeirra Tommy Nielsen og Freys Bjarnasonar fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Fjölni.
Sverrir Garðarsson er hér á milli þeirra Tommy Nielsen og Freys Bjarnasonar fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Fjölni. Mynd/E. Stefán

John Vik, umboðsmaður Sverris Garðarssonar, mælir með því að norska úrvalsdeildarliðið Viking bíði ekki of lengi með að taka ákvörðun um Sverri.

Sverrir æfir nú með Viking út þessa viku og eftir það mun Uwe Rösler, þjálfari liðsins, taka ákvörðun um hvort liðið eigi að kaupa Sverri. Með liðinu leika þeir Birkir Bjarnason og Hannes Þ. Sigurðsson, æskuvinur Sverris.

„Það er gríðarlega mikill áhugi á Sverri," sagði Vik í samtali við Roglands Avis. „Bæði frá erlendum atvinnumannaklúbbum sem og úrvalsdeildarliðum í Noregi. Ég vil þó ekki nefna neitt félag á nafn."

Sverrir horfði á leik Viking og Stabæk á mánudagskvöldið og lofar bæði leikvanginn og stuðningsmenn Viking í samtali við blaðið.

„Framtíðin mín liggur kannski hér og kannski annars staðar, við verðum að sjá til," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×