Viðskipti erlent

Lækkun á bandarískum markaði gekk til baka

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku dýfu við opnun viðskiptadagsins í dag. Hún gekk til baka eftir því sem nær dró lokun.
Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku dýfu við opnun viðskiptadagsins í dag. Hún gekk til baka eftir því sem nær dró lokun. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók dýfu skömmu eftir opnun markaða í dag í kjölfar þess að fjárfestingabankinn Merrill Lynch greindi frá slöku uppgjöri auk þess sem sala á fasteignum dróst saman um átta prósent á milli mánaða í september. Það jafnaði sig eftir því sem á leið daginn, mismikið þó.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan breyttist lítið yfir daginn þrátt fyrir mikla niðursveiflu yfir daginn og lækkaði á heildina litið um einungis 0,01 prósent frá því í gær.

Nasdaq-vísitalan lækkaði hins vegar öllu meira, eða um 0,88 prósent og S&P-vísitalan um 0,24 prósent.

Uppgjörs og fasteignafréttirnar höfðu að því virtist áhrif víða um heim því helstu hlutabréfavísitölur tóku kippinn niður á við eftir að upplýsingarnar birtust skömmu eftir hádegið að íslenskum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×