Innlent

Umhverfis hvað?

Mengun pengun.
Mengun pengun.

Áhugi Íslendinga á Norrænu samstarfi í umhverfis- og loftslagsmálum er minni en annarsstaðar. Mikilll meirihluti Norðurlandabúa vill að norrænu ríkin taki höndum saman og vinni í sameiningu að því að gerður verði nýr alþjóðasamningur um losun gróðurhúsalofttegunda.

Íslendingar eru ásamt Finnum neikvæðastir þjóðanna gagnvart því að greiða hærra verð fyrir rafmagn og bensín í því skyni að draga úr losun.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnum sem Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin hafa látið gera.

Samtals tóku 2.500 manns þátt í könnunni sem gerð var í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og á Íslandi. Umhverfis- og loftslagsmál eru meginviðfangsefni Norðurlandaráðsþings sem haldið verður í Osló 30. október til 1. nóvember.

Ef marka má niðurstöður könnunarinnar er meirihluti Norðurlandabúa, eða 53%, fylgjandi því að verð á rafmagni og bensíni hækki ef það getur orðið til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Ef aðeins er litið Íslands er stuðningur við hærra verð 45%, og í Finnlandi aðeins 32%. Í Danmörku voru 72% þeirra sem svöruðu sáttir við að hækkanir á rafmagns- og bensínskostnaði í þessum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×