Handbolti

Fram á toppinn

Mynd/Vilhelm

Framstúlkur skelltu sér á toppinn í N-1 deild kvenna í handbolta í dag með sigri á Val 23-22 í æsilegum leik þar sem Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum áður en flautað var til leiksloka. Þá vann HK auðveldan sigur á Akureyri fyrir norðan 36-26.

Fram hefur 12 stig í efsta sæti deildarinnar en hefur leikið einum leik fleiri en næstu lið - eða sjö leiki. Stjarnan er í öðru sæti með 11 stig, Valur hefur 10 stig og Grótta 9 stig í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×