Innlent

Heimilt að leita í vélum sem hingað koma

Óli Tynes skrifar
Á Reykjavíkurflugvelli. Talið er að þessi flugvél hafi verið notuð til þess að flytja fanga.
Á Reykjavíkurflugvelli. Talið er að þessi flugvél hafi verið notuð til þess að flytja fanga. MYND/Atli Már

Íslensk yfirvöld hafa skýrar heimildir til þess að fara um borð í flugvélar sem lenda hér á landi. Ef grunur leikur á um að um sé að ræða fangaflug geta bæði tollayfirvöld og lögregla farið um borð í vélarnar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur upplýst að flugvélar sem grunaðar eru að að hafa stundað fangaflug hafi síðast lent hér á landi í júlí í sumar. Engar upplýsingar séu hinsvegar um að þá hafi verið fangar um borð.

Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins um helgina að ástæða sé til þess að skoða hvort nýta eigi valdheimildir til að leita í þessum vélum til að íslensk stjórnvöld geti fullvissað sig um að ekki sé verið að flytja með þeim fanga.

Samkvæmt upplýsingum sem vísir.is fékk hjá Flugmálastjórn hafa íslensk yfirvöld skýran rétt til þess að fara um borð í vélar sem lenda hér á landi. Flug með fanga er í sjálfu sér ekki bannað samkvæmt alþjóðalögum. Ef hinsvegar er verið að flytja fanga til landa þar sem fyrirhugað er að pynta þá horfir málið öðruvísi við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×