Erlent

Sonur stríðsglæpamanns yfirheyrður

Óli Tynes skrifar
Ratko Mladic, hershöfðíngi.
Ratko Mladic, hershöfðíngi.

Sonur hershöfðingjans Ratkos Mladic hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá serbnesku lögreglunni. Mladic hefur verið ákærður fyrir fjöldamorð á 8000 múslimum í bænum Srebrenica árið 1995 og fyrir 43. mánaða umsátur um Sarajevo.

Það er meginkrafa Evrópusambandsins fyrir að veita Serbíu aðild, að Mladic verði framseldur til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag.

Sonur hans Darko Mladic hefur ekki verið handtekinn að sögn lögreglunnar heldur aðeins kallaður inn til þess að svara spurningum.

Mladic hefur farið huldu höfði síðan stríðinu lauk. Sömu sögu er að segja um Radovan Karadzic sem var pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×