Erlent

Bretar framlengja takmarkanir á innflytjendur

Óli Tynes skrifar
Vantaldir um 300.000.
Vantaldir um 300.000.

Breska ríkisstjórnin ætlar að framlengja takmarkanir á innflytjendur frá Búlgaríu og Rúmeníu til að minnsta kosti ársloka árið 2008. Þetta var tilkynnt eftir að stjórnin varð að biðjast afsökunar á því að hafa vanmetið fjölda erlendra verkamanna um 300 þúsund á síðustu tíu árum.

Bretar settu takmarkanir á innflytjendur frá Búlgaríu og Rúmeníu strax í janúar þegar löndin fengu aðild að Evrópusambandinu. Þeir höfðu hinsvegar opnað dyr sínar upp á gátt fyrir innflytjendum frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu þegar þau fengu aðild að sambandinu.

Takmarkanir á innflytningi frá fyrrnefndum tveim löndum virkar þannig að gefinn er kvóti á fjölda manna sem mega vinna við matvælaframleiðslu og landbúnað. Verkmenntað fólk fær því aðeins að koma til landsins að skortur sé á innlendum starfsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×