Erlent

Feministar lifa betra kynlífi

Óli Tynes skrifar

Feministar af báðum kynjum lifa betra kynlífi og hafa meiri kynfýsn en annað fólk, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarteymis við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum. Fordómarnir um að feministar séu ljótar, lesbiskar og órómantískar kellingar standast semsagt ekki.

Laurie Rudman og Julie Phelan gerðu könnun sína með 242 háskólanemum og 289 manns sem voru nokkuð eldri. Bæði menn og konur svöruðu spurningum um hvernig þau upplifðu sinn eigin feminisma, hvernig ástarsambandi þeirra væri háttað, hvernig stöðugleikinn væri í sambandinu, hvað væri líkt með þeim og hvernig kynferðisleg fullnægja þeirra væri.

Rudman og Phelan komust að þeirri niðurstöðu að það að hafa feminista sem félaga þýddi í flestum tilfellum heilbrigðara samband fyrir gagnkynhneigðar konur. Karlmenn sem áttu feminista að áttu einnig stöðugra samband og voru ánægðari með kynlífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×