Viðskipti erlent

Enn lækkar dollarinn

Bresk pund, sem gott er að nýta þessa dagana til kaupa á tiltölulega ódýrum Bandaríkjadölum.
Bresk pund, sem gott er að nýta þessa dagana til kaupa á tiltölulega ódýrum Bandaríkjadölum.

Gengi bandaríkjadals fór enn á ný í lægstu lægðir gagnvart breska pundinu í dag en 2,0727 dalir fást nú fyrir hvert pund. Bilið hefur aukist hratt síðustu daga og hefur ekki verið meira síðan um mitt sumar 1981.

Nokkrir þættir spila inní, svo sem lækkun bandaríkjadals í kjölfar væntinga um lægri stýrivexti í Bandaríkjunum í dag og hækkun á gengi pundsins vegna væntinga um óbreytta stýrivexti Englandsbanka á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans í næstu viku. Þá er útlit fyrir snarpa hækkun á fasteignaverði þar í landi í þessum mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×