Viðskipti erlent

Stýrivextir lækka í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem ákvað í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem ákvað í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta. Mynd/AFP

Bankastjórn bandaríska seðlabankans ákvað í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara vextirnir því úr 4,75 prósentum í 4,5 prósent. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu en útilokuðu þó ekki 50 punkta vaxtalækkun vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi.

Þetta er önnur vaxtalækkun Ben Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna frá því hann tók við af Alan Greenspan síðastliðið vor. Þetta er jafnframt önnur vaxtalækkunin á jafn mörgum mánuðum en bankinn lækkaði vextina í lok síðasta mánaðar vegna þrenginga á bandarískum fasteignalánamarkaði og lausafjárkrísu fjármálastofnana.

Óttast var að hátt vaxtastig myndi binda hendur neytenda, sem myndi skila sér í minni einkaneyslu og þar af leiðandi samdrætti í hagvexti. Slíkt gæti svo aftur smitað út frá sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×